Ámundakinn eignast húsnæði Arionbanka á Blönduósi

Magnús Barðdal Reynisson afhendir Jóhannesi Torfasyni afsal fyrir húsinu. Mynd af huni.is.
Magnús Barðdal Reynisson afhendir Jóhannesi Torfasyni afsal fyrir húsinu. Mynd af huni.is.

Ámundakinn ehf. hefur eignast húseign Arion banka hf. að Húnabraut 5 á Blönduósi en fulltrúar þeirra undirrituðu um miðjan desember samning um kaupin.

Í tilkynningu segir að kaupin hafi átt sér nokkurn aðdraganda en viðræður um viðskiptin hafi staðið með hléum á annað ár. Með í kaupunum fylgja húsgögn og búnaður og öll listaverk sem prýtt hafa veggi bankans undanfarin ár, að því er segir í frétt á Húna.is. Ámundakinn tók við húsinu um áramót en samningur hefur verið gerður um að Arion banki verði með starfssemi sína í húsinu enn um sinn.

 
 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir