Fjölskyldufjör í Glaumbæ

MYND BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA
MYND BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA
Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir skemmtilega dagskrá fyrir börn og aðstandendur þeirra í vetrarfríinu fimmtudaginn 15. febrúar, frá kl. 12-16.
 
Fjölskyldur eru hvattar til að koma á safnið og hafa gaman saman. Aðgangur er ókeypis fyrir fullorðna í fylgd með börnum.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir allan aldur:
-Leiðsögn verður um gamla bæinn kl. 13:00 og kl.15:00.
-Sýndarveruleikasýningin „Torfbærinn: Heimili og vinnustaður“ frá Skottu kvikmyndafjelagi, unnin í samstarfi við Byggðasafnið.
-Bingóspjald Byggðasafnsins þar sem verðlaun verða í boði ýmist fyrir eina röð eða heilt spjald!
Verið hjartanlega velkomin í vetrarfríinu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir