Háspennulína slitnaði og lá yfir Hringveg 1 í Vestur Húnavatnssýslu

Búið er að opna Hringveg (1) á ný milli Miðfjarðar og Víðidals en honum var lokað um tíma í morgun þar sem háspennulína hafði slitnað og lá yfir veginn. Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að veginum verður lokað á ný í stutta stund þegar líða tekur á morguninn meðan rafmagnslínan sem nú er ótengd verður tengd á ný.

Annars eru allir aðalvegir færir þrátt fyrir vetrarfærð um norðan- og austanvert landið sem einkum á við um fjallvegi. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir