Húnavaka 2020 heppnaðist vel þrátt fyrir slæmt veður

Mikill hamagangur var á sparkvellinum er Sveitastjórnin mætti Brunavörnum A-Hún. Myndir:FB/Húnavaka, FB/Íþróttamistöðin Blönduósi og FB/Róbert Daníel Jónsson.
Mikill hamagangur var á sparkvellinum er Sveitastjórnin mætti Brunavörnum A-Hún. Myndir:FB/Húnavaka, FB/Íþróttamistöðin Blönduósi og FB/Róbert Daníel Jónsson.

Húnavaka 2020, bæjarhátíð Blönduósinga, var haldin hátíðleg um síðustu helgi. Þótti hátíðin lukkast vel þrátt fyrir að veður setti strik í reikninginn.

Á huni.is kemur fram að fella þurfti niður Blönduhlaupið og Golfmótið vegna veðursins en aðrir dagskrárliðir voru ýmist færðir til sunnudags eða fóru fram innanhúss í Íþróttamiðstöðinni sem má segja að hafi verið miðpunktur hátíðarinnar í ár. Viðburðir voru almennt vel sóttir þrátt fyrir slæmt veður sem hafði þó áhrif á þátttöku í móti Skotfélagsins Markviss en keppendur voru tíu.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá Húnavöku en fleiri myndir eru að finna á facebook síðu hátíðarinnarÍþróttamiðstöðvarinnar Blönduósi og hjá Róbert Daníel Jónssyni.

Skipuleggjendur hátíðarinnar þakka öllum fyrir komuna og vona að allir hafi skemmt sér vel.

/SHV

 

 

Fleiri fréttir