Stutt gaman hjá Gettu betur liði FNV
Tækniskólinn og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mættust í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í beinu streymi á rúv.is í gærkvöldi. Það er skemmst frá því að segja að Tækniskólinn hafði betur í hörkuviðureign, 23-18.
Það þýðir einfaldlega að Tækniskólinn heldur áfram í aðra umferð en lið FNV situr eftir með sárt ennið þrátt fyrir fína frammistöðu. Það gengur bara betur næst – eins og sagt var í sjónvarpinu í gamla daga...