Sungið til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar
Sannkölluð tónlistarveisla verður í Menningarhúsinu Miðgarði nk. laugardag 15. nóvember þegar tríóið Hljómbrá heldur tónleika ásamt hljómsveit og gestasöngvurum.
Tríóið skipa Blönduhlíðardívurnar Kolbrún Grétarsdóttir, Guðrún Helga Jónsdóttir og Íris Olga Lúðvíksdóttir en ásamt þeim koma fram þau Halldóra Árný Halldórsdóttir, Jóel Agnarsson, Símon Pétur Borgþórsson og Lára Sigurðardóttir.
Ekki ætla þau að syngja undirspilslaust en hljómsveitina skipa Rögnvaldur Valbergsson á píanó, Guðmundur Ragnarsson á gítar, Margeir Friðriksson á bassa, Sigurður Björnsson á trommur og Katharina Sommermeier á fiðlu.
Að sögn Írisar Olgu verða lögin á dagskránni allskonar uppáhaldslög þeirra tólf sem koma að þessu, gamlir slagarar, nýjar perlur, rólegheit og gospel, stuð og hamingja. Miðar verða seldir við inngang og einnig í forsölu í Miðgarði í hádeginu á föstudaginn svo er Kolla á fullu að selja miða gegnum Messenger á Facebook að sögn Írisar. Spurð út í tilurð tónleikanna segir Íris þær hafa langað að blása til tónleika, „...okkur og öðrum til skemmtunar en ekki síður einhverjum til góðs og nærtækast fannst okkur að styðja krabbameinsfélag Skagafjarðar þar sem alltaf er þörf, en til þeirra rennur einmitt allur ágóði tónleikanna.“ Veislan hefst svo stundvíslega klukkan 20:00 og óhætt að hvetja alla til að m
