Textíll á Húnavöllum

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, og Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Húnavatnshrepps, undirrita samninginn. Mynd af ssnv.is.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, og Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Húnavatnshrepps, undirrita samninginn. Mynd af ssnv.is.

Undirritaður hefur verið samningur um áhersluverkefni ársins 2021 sem hefur heitið Textíll á Húnavöllum. Um er að ræða tvenns konar stuðning eftir því sem fram kemur á heimasíðu SSNV.

Þar segir að annars vegar komi til stuðningur úr Sóknaráætlun Norðurlands vestra, áhersluverkefni, sem samþykkt var í janúar 2020 og hins vegar sé um að ræða samning um stuðning úr Byggðaáætlun, lið C-1 sem fékkst í upphafi árs. Heildarstuðningur við verkefnið er kr. 12 milljónir.

„Í verkefninu felst uppsetning tækjabúnaðar til ýmiss konar textílvinnslu og námskeiðahalds á Húnavöllum fyrir hópa, innlenda sem erlenda. Textílmiðstöð Íslands verður falin framkvæmd verkefnisins og mun nýta aðstöðuna fyrir hópa sem sækja miðstöðina heim, svo sem fagfólk í textíl sem og skólahópa víðsvegar að. Góð gistiaðstaða er á Hótel Húna á Húnavöllum sem mun nýtast þátttakendum á námskeiðunum vel. Gert er ráð fyrir að verkefninu verði lokið um mitt ár 2022 og aðstaðan verði þá tilbúin til notkunar,“ segir í frétt samtakanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir