Mundi banna óperutónlist og fiðlur / KIDDI BALDA

Hljómsveit Geirmundar sennilega seint á níunda áratug síðustu aldar. Kiddi Balda er lengst til vinstri, þá Steinar, Eiki Hilmis og loks Geiri sjálfur.  MYND: PIB
Hljómsveit Geirmundar sennilega seint á níunda áratug síðustu aldar. Kiddi Balda er lengst til vinstri, þá Steinar, Eiki Hilmis og loks Geiri sjálfur. MYND: PIB

Kristján Baldvinsson býr á Akranesi um þessar mundir. Kappinn er fæddur 1968 og ólst upp í gamla bænum á Sauðárkróki. Hljóðfærið hans Kidda er trommur og sá hann í nokkrar vertíðir um að halda taktinum í skagfirsku sveiflunni svo eitthvað sé nefnt.

Helsta tónlistarafrek? Sennilega að hafa sungið Kauðann, aka Lónlý blú bojs, á 1000 manna samkomu í Hafnarfirði með míkrófón í hendi fremst á sviðinu alveg bláedrú, minnir mig. Þetta varð til þess að þetta lag, sungið af Engilbert Jenssen, fór á play-lista Aðalstöðvarinnar í nokkra daga :-)

Uppáhalds tónlistartímabil? Ég á mér ekkert sérstakt uppáhalds tónlistartímabil, mér finnst eiginlega öll tónlist skemmtileg, þannig séð, nema óperutónlist. Ef ég yrði einræðisherra á Íslandi þá mundi ég banna hana með öllu og líka fiðlur.

Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Þessa dagana er rapp í eyunum á mér oftast og mér líkar það vel. Rapptónlist er nefnilega geysilega mögnuð þegar maður fer að spá í hana.

Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Fyrsta platan var safnplata með öllu því heitasta í tónlist á fermingarárinu mínu, man ekki hvaða ár það var en mér þótti þessi plata alveg geðveik. Keypti hana í Radíóbúðinni á Sauðárkróki.

Hvaða græjur varstu þá með? Thosiba plötuspilari/kasettuspilari/útvarp – alveg magnað helvíti.

Wham! eða Duran? Duran Duran að sjálfsögðu, miklu meira rokk í því.

Hvað syngurðu í sturtu? Kauðann að sjálfsögðu.

Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? U2 Greatest hits.

Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Mugison einan með gítarinn.

Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég mundi fara þangað sem Prince er að halda tónleika og tæki hana Karen mína með mér.

Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Regínu Ragnars. Annars hefur mig ekki beinlínis dreymt um að vera einhver annar en ég er en það hefði örugglega ekki verið leiðinlegt að vera í hljómsveitinni The Beatles.

Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Sgt. Peppers Lonely Heart Club Band með The Beatles.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir