Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar afhent á Húnavöku

Frá afhendingu umhverfisverðlaunanna. Mynd: huni.is/Róbert D. Jónsson
Frá afhendingu umhverfisverðlaunanna. Mynd: huni.is/Róbert D. Jónsson

Húnahornið segir frá að síðastliðinn föstudag voru umhverfisverðlaun Blönduósbæjar fyrir árið 2020 afhent. Að venju voru verðlaunin afhent á fjölskylduskemmtun Húnavöku sem að þessu sinni fór fram innandyra í Íþróttamiðstöðinni sökum mikillar úrkomu úti fyrir.

Verðlaunin afhentu þau Arnrún Bára Finnsdóttir og Zophonías Ari Lárusson fyrir hönd Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar.

Verðlaunin hlutu að þessu sinni eftirtaldir:

Hulda Leifsdóttir og Bjarni Pálsson fengu verðlaun fyrir fallega lóð og hús að Aðalgötu 10 eða Tilraun.
Auður Ingibjörg Hafþórsdóttir og Óli Guðlaugur Laursen fyrir fallegan og vel hirtan garð að Melabraut 25.
Sigríður Hrönn Bjarkadóttir og Hafsteinn Pétursson fyrir snyrtilegan og fallegan garð að Urðarbraut 17.

/SHV

Fleiri fréttir