Valgarður Lyngdal Jónsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september í haust var samhljóða samþykktur á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í gærkvöldi. Áður hafði verið kosið í þrjú efstu sætin á aukakjördæmaþingi þann 27. mars sl. en uppstillinganefnd sá um að stilla upp á listann frá fjórða sæti. Á listanum má finna fjóra aðila á Norðurlandi vestra sá efsti, Gunnar Rúnar Kristjánsson í Austur-Húnavatnssýslu, í 6. sæti.

„Ég er þakklátur fyrir traustið sem félagar mínir í Norðvesturkjördæmi hafa sýnt mér. Ég er fullur bjartsýni, fús til verka og ég hlakka til samstarfsins við meðframbjóðendur mína og Samfylkingarfólk um allt kjördæmið,“ segir Valgarður Lyngdal Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar og leiðtogi listans.

Jónína Björg Magnúsdóttir skipar annað sætið, en hún er mörgum kunn fyrir „íspinnalagið“ Sveiattan þar sem að hún samdi texta við Mamma þarf að djamma lagið. En Jónína hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi, hefur mikið starfað með fötluðum auk þess að starfa sem stuðningsfulltrúi og kennari, vitavörður, matráður, flokkstjóri og aðstoðað í sauðburði í mörg á að Hömrum í Haukadal. „Hjarta mitt brennur fyrir fólkið í landinu, reynslu þess og lífi hvort sem er í sorg og í gleði,“ er haft eftir Jónínu í tilkynningu frá flokknum.

Hér má sjá listann í heild sinni:

  1. Valgarður Lyngdal Jónsson - Akranes
  2. Jónína Björg Magnúsdóttir - Akranes
  3. Sigurður Orri Kristjánsson - Reykjavík
  4. Edda Katrín Einarsdóttir - Ísafjörður
  5. Ída Finnbogadóttir - Borgarbyggð
  6. Gunnar Rúnar Kristjánsson – Austur Húnavatnssýsla
  7. Ingimar Ingimarsson – Reykhólar
  8. Steinunn Sigurbjörnsdóttir – Dalasýsla
  9. Guðríður Sigurjónsdóttir - Akranes
  10. Gylfi Þór Gíslason - Ísafjörður
  11. Guðný Friðfinnsdóttir – Sauðárkrókur
  12. Oddur Sigurðarson - Hvammstangi
  13. Salvör Svava G. Gylfadóttir – Borgarbyggð
  14. Guðni Kristjánsson - Sauðárkrókur
  15. Sigurbjörg K. Ásgeirsdóttir - Patreksfjörður
  16. Björn Guðmundsson – Akranes

Sjá nánar HÉR 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir