Vettvangsliðahópur Björgunarsveitarinnar Strandar fær afhentan útkallsbúnað
Í gær afhenti Einar Óli Fossdal, fyrir hönd HSN, vettvangsliðahóp Björgunarsveitarinnar Strandar á Skagaströnd búnað sem nýtist þeim í útköllum sem undanfarar sjúkrabíls.
Alls sóttu 8 manns námskeið í vettvangsliða á Skagaströnd í maí og er þessi búnaður liður í að virkja hópinn sem er núna klár í starfið.
Vettvangsliðar Björgunarsveitarinnar eru gríðarlega mikilvægir fyrir samfélagið því biðin eftir sjúkrabíl getur skipt sköpum í útköllum.
/Fréttatilkynning