A-Húnavatnssýsla

Af ökuþórum og óþokkum :: Áskorandapenndinn Anna Margrét Sigurðardóttir

Þegar áskorunin um að skrifa í Feyki barst mér vildi svo til að ég var stödd úti á Tenerife með fjölskyldunni. Þegar kom að því að byrja að skrifa ræddi ég við manninn minn um hvað ég ætti mögulega að skrifa og sagði honum að ég nennti eiginlega hvorki að skrifa um skóla- eða sveitarstjórnarmál (vanalega fyrsta val), enda í fríi og það er mikilvægt að taka fríin sín alvarlega.
Meira

Alls konar veður eða veðurleysur í júlí

Í skeyti Veðurklúbbs Dalbæjar segir að eftir allskonar veður í júní, eins og klúbburinn hafði spáð í byrjun mánaðarins, þá sé nú komið að spá júlímánaðar. Þar kemur einnig fram að spáin fyrir júlí sé á flestan hátt svipuð og í fyrri mánuði nema von sé á hærra meðaltals hitastigi.
Meira

Frábær árangur frjálsíþróttakrakka af Norðurlandi vestra á MÍ um helgina

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram á íþróttavelli UFA og Þórs á Akureyri um helgina þar sem um 200 keppendur frá tólf félögum reyndu með sér í frjálsum íþróttum. Fjölmargir keppendur af Norðurlandi vestra mættu til leiks og náðu framúrskarandi árangri. Um stigakeppni var að ræða sem fer þannig fram að sigurvegari í hverri grein fær 10 stig og koll af kolli þannig að 10. sæti fær 1 stig.
Meira

Ráðherra í stríð við strandveiðar

Fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar sjáv­ar­út­vegs­rá­herra um að taka upp svæðaskipt­ingu á kvóta strand­veiðanna á nýj­an leik er at­laga að brot­hætt­um sjáv­ar­byggðum lands­ins. Ákvörðunin er óskilj­an­leg m.t.t. fag­ur­gala VG í kosn­inga­bar­átt­unni sl. haust. Flokk­ur fólks­ins for­dæm­ir þess­ar hug­mynd­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.
Meira

Heldur meiri laxveiði í Húnavatnssýslum í ár en í fyrra

Á Húnahorninu var rennt yfir gang mála í laxveiðiám í Húnavatnssýslum nú fyrir helgi og ku Miðfjarðará vera aflahæst laxveiðiáa þar það sem af er sumri. Þar hafa veiðst 109 laxar en næst þar á eftir kemur Blanda með 75 laxa. Víðidalsá á var með 63 laxa og svo Laxá á Ásum með 60 laxa en veiðst hafa 32 laxar úr Vatnsdalsá og átta úr Hrútafjarðará.
Meira

Húnvetningar höfðu sigur á Hlíðarenda

Lið Kormáks/Hvatar náði að styrkja stöðu sína í 3. deildinni nú um helgina en þá var leikin síðasta umferðin í fyrri umferð mótsins. Þá sóttu Húnvetningar heim kappana í Knattspyrnufélagi Hlíðarenda sem er einskonar B-lið Vals og var leikið á Valsvellinum. Eftir rólegheit í fyrri hálfleik létu liðin sverfa til stáls í þeim síðari. Heimamenn náðu fyrsta högginu en í kjölfarið fylgdi leiftursókn gestanna sem unnu að lokum 1-3 sigur og náðu þar með að lyfta sér upp úr mestu botnbaráttunni.
Meira

Auglýst eftir rekstraraðilum fyrir Fellsborg

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir á vef sínum eftir rekstraraðilum fyrir Félagsheimilið Fellsborg og afgreiðslu skólamáltíða fyrir Höfðaskóla fyrir komandi haust.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Á vef Veðurstofun Íslands kemur fram að gul viðvörun er í gildi fyrir stóran hluta landsins, þar á meðal á Ströndum og Norðurlandi vestra.
Meira

Eyþór, Birna og Grímur sigurvegarar á Meistaramóti Golfklúbbsins Óss

Eyþór Franzon Wechner, Birna Sigfúsdóttir og Grímur Rúnar Lárusson sigruðu í sínum flokkum á Meistaramóti Golfklúbbsins Óss sem haldið var dagana 1. og 2. júlí síðastliðinn. Eyþór sigraði í meistaraflokki karla, Birna í meistaraflokki kvenna og Grímur í 1. flokki karla.
Meira

Hilmar Þór krækti í stig fyrir Kormák/Hvöt

Það var leikið á Blönduósvelli í gærkvöldi í tíundu umferð 3. deildar. Þá tóku heimamenn í Kormáki/Hvöt á móti Kópavogspiltum í liði Augnabliks. Það fór svo að liðin sættust á skiptan hlut og eru Húnvetningar nú í níunda sæti deildarinnar með 11 stig. Úrslit leiksins voru 1–1.
Meira