Kjóstu Dögun, kjóstu Guðrún Döddu
Fyrir þá kjósendur í Norðvesturkjördæmi sem vilja breyta gangverki íslenskra stjórnmála á þann veg að hagsmunir almennings verði settir í öndvegi í stað þess að áfram ráði för sérhagsmunir fjármálakerfisins og LÍÚ, er ráð að kjósa Dögun. Í forystusæti Dögunar er baráttukonan Guðrún Dadda Ásmundsdóttir. Hún hefur ekki sóað tíma sínum inni á gafli hjá sérhagsmunaklíkunum, eins og helstu frambjóðendur fjórflokksins, heldur hefur hún varið kröftum sínum í þágu fólksins í landinu.
Guðrún Dadda hefur verið ötul í stjórnarstörfum innan Hagsmunasamtaka heimilanna, sem hafa haldið á lofti sjónarmiðum almennings gagnvart samtvinnuðu ofurvaldi fjármálaaflanna og ráðandi stjórnmálaflokka.
Guðrún Dadda er án efa einn efnilegasti nýliðinn í íslenskum stjórnmálum í dag. Hún gengur óhikað til þess verks að standa vörð um hag almennings. Á fundum og heimsóknum á vinnustaði í kosningabaráttunni hefur hvarvetna verið borið lof á framgöngu hennar og skín í gegnum málflutning hennar hversu annt henni er um málefni námsmanna, heilbrigði- og velferðarkerfisins og sömuleiðis kjör og aðbúnað eldri borgara.
Veitum Guðrúnu Döddu gott veganesti í kosningunum á til Alþingi og setjum X við T.
Sigurjón Þórðarson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.