Þrjár Tindastólsstúlkur í U19 landsliðshópnum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
18.06.2025
kl. 14.39
Nú styttist í EM kvenna sem fram fer í Sviss. Ísland er að sjálfsögðu með lið á EM og það er Glódís Perla Viggósdóttir, sem rekur ættir sínar til Skagastrandar, sem er fyrirliði Íslands. Í síðustu viku tilkynnti síðan Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, val sitt á landsliðshópi fyrir tvo æfingaleiki nú í lok mánaðarins. Þar á lið Tindastóls þrjá fulltrúa.