Spennandi tímar framundan fyrir landsbyggðina!
Nú bendir allt til þess að spennandi tímar séu framundan fyrir landsbyggðina. Olíuleit á Drekasvæðinu, námuvinnsla á Grænlandi og uppbygging fiskréttaverksmiðju á Bíldudal. Þetta eru tækifæri sem landsbyggðafólk má ekki láta renna sér úr greipum. Við þurfum að fylgjast gaumgæfilega með þessum verkefnum og nýta þau tækifæri sem þau fela í sér, til þess að efla landsbyggðina.
Samband við Grænland
Fyrirsjánlegt er að mikill uppgangur verður á austurströnd Grænlands á næstu árum og kalla þau á aukna þjónustu varðandi fólks- og birgðaflutninga, heilbrigðisþjónustu, viðhaldsþjónustu og annað sem að Vestfirðingar ættu að geta veitt þeirri uppbyggingu.
Það er staðareynd að vegalengdin milli Vestfjarða og Grænlands er stutt og því kjörið að Ísafjörður og nágrenni, verði þjónustumiðstöð fyrirtækja sem koma að uppbyggingu á Grænlandi.
Á Ísafirði er víðtæk fagþekking í stálsmíðum og vélaviðgerðum. Þar er sjúkrahús og ágæt hafnaraðstaða, hvort tveggja má bæta til að mæta þessum umsvifum.
Auk þess þarf að fá viðurkenndan millilandaflugvöll á Vestfjörðum. Samkvæmt nýjustu tölum mun það kosta u.þ.b. 85 milljónir króna, að breyta flugvellinum á Ísafirði, til að fá þessa viðurkenningu.
Á flugvellinum er ágætt flugskýli, sem í dag er í eigu Isavia. Í dag þjónar það ekki upphaflegum tilgangi.
Þrátt fyrir að á Ísafirði og á austurströnd Grænlands sé umferð stórra flugvéla ekki möguleg, verður hægt að bæta það upp með tíðari ferðum um þessa stuttu vegalend.
Sjúkrahúsið á Ísafirði gæti tekið á móti sjúklingum frá Grænlandi, en það gæfi því auknar tekjur. Auk þess sem allt svæðið myndi græða á aukinni þekkingu og þeirri sérfræðiþjónustu sem yrði að vera í boði.
Stækkun atvinnusvæðin
Segja má sömu sögu um fiskeldisuppbygginguna á Bíldudal. Því þurfa Dýrafjarðargöng að verða að veruleika. Rafverktakar, byggingamenn, vélsmiðjur og annað er til staðar á Ísafirði, og gætu þessir aðilar þjónað verksmiðjunni ef samgöngur eru tryggar á milli staðanna allan ársins hring.
Og norður....
Hvað varðar Norð-Austurlandið þarf að fara að huga að uppbyggingu hafnarsvæða til þess að þjóna olíuiðnaðinum. Vegalengdin þaðan að fyrirhuguðum borpöllum er sú stysta sem völ er á. Öflugt sjúkrahús er á Akureyri, og gæti það þjónað þeim aðilum sem að vinnslunni koma.
Þessi tækifæri eru fyrirsjáanleg í næstu framtíð og megum við ekki láta þau okkur úr greipum ganga.
Verum bjartsýn og setjum þessi mál ofarlega í forgangsröðina.
Þorsteinn J. Tómasson
Höfundur skipar 8. Sætið á list Landsbyggðarflokksins í NV kjördæmi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.