Stefnumál - Júlíus Guðni Antonsson

Júlíus Guðni Antonsson

Með þátttöku minni í stjórnmálum vil ég leggja megin áherslu á atvinnumál.  Grunnurinn að því að byggja upp velferðarþjóðfélag er að atvinnulífið sé öflugt. Í því sambandi gegna framleiðsluatvinnuvegirnir  lykil  hlutverki.

 

 

 

 

 Mikilvægt er að nýta alla þá kosti sem við eigum til verðmætasköpunar, efla landbúnað þar sem gríðarlegir vannýttir möguleikar eru fyrir hendi, styðja fullvinnslu sjávarfangs og framþróun í nýtingu sjávarafurða, efla markaðsstarf og nýjungar í ferðaþjónustu , vinna að frekari orkuöflun og nýtingu hennar og hvetja nýsköpun hverskonar.

Það hefur gefið á bátinn uppá síðkastið og þjóðfélagið stendur frammi fyrir milklum erfiðleikum. Sjálfstæðisflokkurinn  ber þar mikla ábyrgð, ljóst er að ýmislegt hefði betur mátt gera þannig að við hefðum staðið betur af okkur heimskreppu í þeirri mynd sem okkur birtist nú. Það breytir því samt ekki að grunngildi sjálfstæðisstefnunnar eru enn í fullu gildi.

 Peningamálastefna síðustu ára hefur í meigindráttum mistekist.  Einblínt var um of á verðbólgumarkmið og því haldið uppi óraunhæfum vöxtum og of háu gengi krónunar. Í slíku ástandi þrengir að framleiðsluatvinnuvegunum  og  krónan stenst ekki samkeppni við aðra gjaldmiðla.

 Af þessu þurfa menn að læra. Gjaldeyrir verður að kosta það sem kostar að framleiða hann og vextir meiga ekki  vera hærri en afkoma efnahagslífsins hverju sinni.

Þegar kreppir að eins og nú  koma fram allskonar hugmyndir um umbyltingu í þjóðfélaginu, ég vara við öllum öfgum, við þurfum að læra af reynslunni en halda í það sem vel hefur reynst.

 Ég hafna aðild að Evrópusambandinu sem lausn á þeim erfiðleikum sem við stöndum frammi fyrir nú.

 Vinna þarf að því að skapa krónunni tiltrú okkar sjálfra, hún mun verða okkar besta tæki til að takast á við vandamálin sem við okkur blasa.

Ég tel að afnema eigi verðtryggingu fjárskuldbindinga í núverandi mynd. Það er andstætt hugsuninni á bakvið verðtryggingu að skuldir hækki sjálfkrafa vegna hennar þegar veðandlag skuldanna þ.e. eignirnar lækka í verði.

 Það er ekki óeðlilegt að vextir geti verið neikvæðir þegar samdráttur er í efnahagslífinu, vextir hafa verið óeðlilega háir síðustu ár .

Það hlýtur að teljast athyglisvert að þeir hinir sömu og  láta nú sem hæst yfir efnahagshruninu  hafa talað fyrir því að leggja niður íslenskan landbúnað því ódýrara væri að flytja landbúnaðarvörur inn,viljað skattleggja sjávarútveginn vegna nýtingar á fiskistofnunum, verið andvígir öllum virkjunum , staðið í vegi fyrir öllum orkufrekum iðnaði og verið andvígir hvalveiðum.

 

Á hverju ætluðu menn að lifa ? Getur verið að þeir hafi ætlað að lifa á hinum ímynduðu verðmætum sem nú eru horfin?

Íslendingar hafa í sjálfu sér ekkert val um annað en að vinna sig út úr vandanum .

 Búa til raunveruleg verðmæti og nýta sér öll tækifæri til þess sem gefast. Með því mun þjóðin verða tiltölulega fljót að ná vopnum sínum á ný.

 Hin raunverulegu auðæfi eru ekki horfin, auðlindir lands og sjávar, orkan, framleiðslutækin, grunnstoðir samfélagsins og fólkið sjálft,  allt er þetta hér enn og í því felast tækifærin okkar.

 

Júlíus Guðni Antonsson

Stefnir á 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir