Til hamingju Stólastúlkur

Mynd: Guðný Guðmunds.
Mynd: Guðný Guðmunds.

Það var stór dagur í skagfirskri knattspyrnusögu í gær þegar Stólastúlkur öttu kappi við Völsung í Lengjudeild kvenna og höfðu þar bæði sigur og farmiða í efstu deild. Það er sannarlega gaman að sjá þegar íþróttamenn sem hafa lagt hart að sér bæði sem einstaklingar og heild, uppskera sem þeir sá. Og það gerðu stelpurnar okkar svo sannarlega í gær með þessu afreki. Þvílíkar fyrirmyndir!

Fordæmi er fyrir því að Skagafjörður styrki íþróttamenn sína sem ná framúrskarandi árangri.  VG og óháð koma því til með að leggja tillögu þess efnis fyrir Byggðarráð að Stólastúlkurnar fái góðan styrk sem fylgir þeim áfram upp í efstu deild, þar sem þær fá tækifæri til að sanna sig með jafningjum, þeim bestu.
Til hamingju Stólastúlkur, til hamingju Skagfirðingar!

Álfhildur Leifsdóttir
Sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir