14 bækur Trausta endurútgefnar ókeypis á netinu
Trausti Valsson prófessor, er þekktur fyrir hugmyndir sínar og bækur um skipulag, framtíðarmál og hönnun. Margar bóka hans hafa lengi verið ófáanlegar. Netið býður núorðið upp á þann stórkostlega möguleika, að endurútgefa bækur í rafrænu formi. Þetta hefur Trausti nú gert með allar 14 bækur sínar, og birt ásamt völdum greinum og ítarefni á heimasíðu sinni við HÍ og býður öllum til frjálsra og ókeypis afnota. (Ath: Þegar nafn hans er googlað birtist heimasíðan efst).
Þekktar bækur Trausta eru: Mótun framtíðar (starfsævisaga hans), Skipulag byggðar á Íslandi, Reykjavík-Vaxtarbroddur (skipulagssaga Rvk) og Borg og náttúra …ekki andstæður heldur samverkandi eining. Fjórar bóka Trausta eru á ensku.
Nokkur ummæli: Sir Peter Hall segir í formála sínum að Planning in Iceland: „TV hefur unnið einstakt afrek í fræðimennsku...“ „Bók TV setur ný viðmið í sagnfræðilegri fræðimennsku og býr til módel sem fræðimenn í öðrum löndum geta fylgt.“
Joe McBride, prófessor við Kaliforníu-háskóla í Berkeley, segir: … „Bókin Mótun framtíðar ætti að vera skyldulesning í fyrstu námskeiðum í arkitektúr, landslagsarkitektúr og í skipulagi. Þetta ætti að vera vegna þess að bókin veitir innsýn í skipulagsmál á 20. öld, og einnig vegna þess að bókin mun geta örvað stúdenta til að verða hugrakkir og skapandi hugsuðir.“
Michael Laurie, prófessor í Berkeley, segir í formála sínum að Borg og náttúra: … „Ég fagna þessari bók sem rituð er af mikilli skarpskyggni. Hún sýnir fram á hugarfarsbreytingu í átt til heildrænnar heimssýnar…”
Sjá HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.