Síkið á morgun!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.01.2026
kl. 14.57
Nú byrjar árið af krafti í körfuboltanum á fyrsta leik ársins 2026 hjá Tindastólsmönnum þegar Valsarar mæta norður.
Í auglýsingu viðburðar segir að nú fer hver að verða síðastur til að kaupa happdrættismiða, en dregið verður 6.janúar.
Miðasala á leikinn verður við innganginn og einnig forsala á Stubb.
Happdrættismiðar, Tindastólsvarningur og hamborgarar - allt á sínum stað og hefjast leikar á slaginu 19:15.
Að leik loknum hefst svo ferðalag drengjanna til Kosovo, 6. janúar verður leikið þar ytra við Prishtina.
Áfram Tindastóll!
