17. júní á Hólum í Hjaltadal

Á Hólum í Hjaltadal fer fram Byrðuhlaup 17. júní auk þess sem Ungmennafélagið Hjalti ætlar að standa fyrir fjölskyldudagskrá.  

Dagskrá hátíðarhalda á Hólum 17. júní næstkomandi:
Kl. 11:00 Byrðuhlaup
Þátttökugjald er 1.000.- kr. Farnar verða þrjár leiðir:
Leið 1: Gvendarskál 2,1 km. Metið er 29 mín og 30 sek.
(Einungis veitt verðlaun fyrir leið 1).
Leið 2: Ca. 5,5 km.
Leið 3: 3,6 km (mjög barnavagnsvæn leið).
Eftir hlaupin verður boðið upp á eitthvað til að svala þorstanum.

Kl. 11:00 „Krummi krunkar úti“ við Auðunnarstofu
Söngvar, myndir og sögur um hrafninn. Dagskrá fyrir börn 3-8 ára í umsjón Báru Grímsdóttur og Chris Foster.

Kl. 14:00 Skrúðganga frá Hólaskóla að Grunnskólanum á Hólum
Við Grunnskólann verða grillaðar pylsur (pulsur), farið í hina ýmsu leiki t.d. reipitog, pokahlaup og svampakast svo eitthvað sé nefnt.

Á sunnudaginn verður Ferðaþjónustan á Hólum með þjóðlegt kaffihlaðborð frá kl 14:00.

 

Fleiri fréttir