50% árangur í 8. flokki stúlkna og drengja um helgina.

Körfuknattleikskrakkar úr 8. flokki Tindastóls í körfuknattleik náðu ágætum árangri í Íslandsmótinu um síðustu helgi. 8. flokkur stúlkna sem skipaður er stúlkum úr 7. og 8. bekk, lék í B-riðli í Rimaskóla í Grafarvogi. Stelpurnar unnu tvo leiki og töpuðu tveimur leikjum með aðeins tveggja stiga mun og voru sannarlega óheppnar.

Úrslit leikja þeirra urðu þessi:

Tindastóll - Fjölnir   21 - 15

Tindastóll - UMFH   16 - 18

Tindastóll - ÍR   9 - 11

Tindastóll - Hekla   25 - 22

Strákarnir í 8. flokki sem allir eru í 8. bekk, léku í C-riðli á Selfossi. Þeir unnu sömuleiðis tvo leiki og töpuðu tveimur. Úrslit þeirra leikja urðu þessi:

 

Tindastóll - UMFH 38-40

 

Tindastóll - Valur 26-51

 

Tindastóll - Kormákur 45-31

 

Tindastóll - FSu 36-35

 

7. flokkur stráka spilar heima í fyrsta fjölliðamóti sínu um næstu helgi. Mótherjar þeirra eru Breiðablik, Valur, Keflavík og Fjölnir. Leikjaniðurröðunina má finna hér.

Fleiri fréttir