Að þíða hakk með litlum fyrirvara
Til þess að þíða hakk án þess að þurfi að taka það úr frysti með sólahrings fyrirvara er gott að setja hakkið í nýjan, hreinan poka og setja hnút efst á pokann. Loft tæma og fletja hakkið út svo það svipi til pizzu.
Svo er þetta fryst eins og gert væri með hakk í bakka. Ef þetta er gert tekur ekki nema örskamma stund fyrir hakkið að þiðna svo ekki þarf að ákveða með miklum fyrirvara ef hakk skal vera í matinn.
