Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra

Frá skíðasvæðinu í Tindastóli. Mynd: Facebooksíðan Skíðasvæði Tindastóls.
Frá skíðasvæðinu í Tindastóli. Mynd: Facebooksíðan Skíðasvæði Tindastóls.

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra verður haldinn á Hótel Blöndu á Blönduósi miðvikudaginn 28. febrúar og hefst hann klukkan 15:00. Dagskrá fundarins hefst með venjulegum aðalfundarstörfum en að þeim loknum verða fluttir fyrirlestrar og í framhaldi af þeim verða pallborðsumræður um málefnin.

Dagskrá: 

Venjuleg aðalfundarstörf:

  • Kosning starfsmanna fundarins.
  • Skýrsla stjórnar fyir liðið ár.
  • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til kynningar og samþykktar.
  • Kosning formanns og stjórnar.
  • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  • Lagabreytingar.
  • Önnur mál.

Fyrirlestrar:
Hvernig græðum við á fuglaskoðun?

  • Tormod Amundsen,   Architect (M.Arch) & birder, ceo / daglig leder of Biotope.no.
  • Haldór Óli Kjartansson, markaðsfræðingur, starfsmaður Markaðsstofu Norðurlands.

Uppbygging á skíðaferðaþjónustu á Norðurlandi vestra.

  •  Viggó Jónsson frumkvöðull.

Samkeppnisstaða Norðurlands vestra.

  •  Magnús Barðdal Reynisson útibússtjóri Arionbanka á Sauðákróki.

Pallborðsumræður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir