Æfingaleikirnir í körfunni að fara í gang

Það er fleiri en ein og fleiri en tvær manneskjur komnar með körfuboltafiðring. Eðlilega. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur safnað í tvö spennandi lið sem eiga góða möguleika á að láta til sín taka í vetur. Undirbúningur beggja liða er í fullum gangi og í morgun var tilkynnt um leikjaplan æfingatímabilsins og verða bæði kvenna- og karlaliðið að spila sína fyrstu leik nú í vikunni.

Sala árskorta er hafin. Í kvöld spilar karlaliðið við Hött, á Egilsstöðum og svo hér heima næstkomandi föstudagskvöld. Stelpurnar spila við Ármann í Reykjavík nú á miðvikudagskvöldið.

Dagskrá æfingaleikja er sem hér segir:

Kvennalið Tindastóls:
gegn Ármanni í Reykjavík miðvikudaginn 10. september
gegn Ármanni á Sauðárkróki 20. september
gegn Þór Akureyri á Sauðárkróki 23. september kl 19.15
gegn Þór Akureyri á Akureyri 25. september

Karlalið Tindastóls:
gegn Hetti á Egilsstöðum 8. september
gegn Hetti á Sauðárkróki, 12. september kl. 19.15
gegn Stjörnunni á Sauðárkróki, 17. september kl. 19.15
gegn Ármanni á Sauðárkróki, 20. september kl. 17.00
gegn Þór Þorlákshöfn á Sauðárkróki, 25. september kl. 19.15

Miðaverð á leiki í Síkinu er kr. 1000.-

Tímabilið hefst svo 30. september þegar kvennaliðið sækir Íslandsmeistara Hauka heim. Þann 1. október spilar karlalið Tindastóls sinn fyrsta leik í ENBL Evrópukeppninni og 4. október hefja þeir leik í Bónusdeildinni, þegar þeir spila gegn Val að Hlíðarenda.

- - - - -
Uppfært!
Beðist er afsökunar á því að dagsetningar leikja voru rangar, kerfið klúðraði. En nú ætti þetta að vera rétt.

Fleiri fréttir