Ærnar á Hóli í Sæmundarhlíð skiluðu rúmum 20 kg meðalvigt lamba

Í niðurstöðum sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2017 sem Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins, RML, birti í gær kemur fram að Íslandsmet var sett í afurðum frá upphafi skýrsluhalds. Þar var um afurðahæsta sauðfjárbú landsins árið 2017 að ræða sem er Gýgjarhólskoti 1 í Biskupstungum. Í öðru sæti er bú Jóns Grétarssonar og Hrefnu Hafsteinsdóttur á Hóli í Sæmundarhlíð en það skilaði 40,4 kg eftir hverja kind.

Í Bændablaðinu segir að munurinn á þessum tveimur búum liggi fyrst og fremst í framleiðslukerfinu. Fædd lömb á hverja kind eru heldur fleiri hjá Eiríki en lömbunum var slátrað að jafnaði 169 daga gömlum við 25 kílóa fallþunga en hjá Jóni og Hrefnu er lömbunum slátrað að jafnaði 135 daga gömlum við 20,2 kílóa fallþunga.Vaxtarhraði lambanna er ívið meiri á Hóli og afurðamunurinn liggur fyrst og fremst í aldri lambanna.

Í næstu tveimur sætum koma bú Elínar Önnu Skúladóttur og Ara G. Guðmundssonar, Bergsstaðir í Miðfirði og  Grétu B.Karlsdóttur og Gunnars Þorgeirssonar, Efri-Fitjar í Fitjárdal í Húnaþingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir