Glaðasti hundur í heimi er algjör viðbjóður / ANDRI MÁR

Andri (til hægri) ásamt Vordísinni á tónleikum með Contalgen Funeral í Bifröst.  MYND: ÓAB
Andri (til hægri) ásamt Vordísinni á tónleikum með Contalgen Funeral í Bifröst. MYND: ÓAB

Andri Már Sigurðsson (1984), sem stundum skúrar blúsheiminn undir nafninu Joe Dubius, er sennilega best þekktur sem aðalrödd og gítar- og banjóleikari í framlínu Contalgen Funeral. Andri, sem er uppalinn á Króknum, er í vetur með annan fótinn í Reykjavík en hinn í heimahögum. Hann hefur verið iðinn við tónlistarkolann síðustu árin og til helstu afreka sinna á því sviði telur hann vera útgáfur á plötunum Matartíminn, Rainy Day in the Park, Pretty Red Dress með Contalgen Funeral og svo næstu plötu CF sem er í vinnslu.

Uppáhalds tónlistartímabil? Á mér ekkert sérstakt uppáhalds tímabil. Tónlist er tímalaus fyrir mér.

Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Hef verið að skoða allskonar blús og country á YouTube. svo finnst mér voðalega gott að setja á klassískar plötur einsog Nighthawks at the Diner og Heart of a Saturday Night með Tom Waits þegar ég vaska upp.

Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Þegar ég var yngri komst ég í plöturnar hans pabba, hlustaði mikið á Queen, Bubba, CCR , Deep Purple og allskonar. Svo voru það bílferðir með mömmu til Hólmavíkur þar sem Abba og Sálin voru ráðandi. Núna er ég aðallega að hlusta á upptökur sem fara á næstu plötu með Contalgen Funeral, maður spilar þetta þar til maður fær hálfgert ógeð á þessu.

Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Ég man ekki hvað platan hét, þetta var einhver þungarokkshljómsveit sem hafði sett mynd af djöflinum á coverið. Keypti hana á geisladiskamarkaði í Ljósheimum – bara út af myndinni.

Hvaða græjur varstu þá með? Gamlar græjur sem pabbi átti, Technics eða eitthvað álíka held ég.

Hvað syngur þú helst í sturtunni? Aðallega lög eftir sjálfan mig. Hef komið með slatta af lögum út út sturtunni. Seinast lagið Jól frá liðinni tíð með hljómsveitinni Ingimar sem komst svo í Jólalagakeppni Rásar2.

Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Glaðasti hundur í heimi klárlega, það er algjör viðbjóður.

Uppáhalds Júróvisjónlagið? Á ekkert uppáhalds. Er voða lítið fyrir svoleiðis.

Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð?  Ætli ég mundi ekki skella Skúla mennska eða KK í græjurnar.

Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Það er bara tvö lög sem koma til greina þessa dagana. Það er flutningur Norah jones á Long Way Home og Cold Cold Heart með Tom Waits og Hank Williams.

Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég held að það mundi ekki skipta máli hvar tónleikarnir væru. En það yrði klárlega Tom Waits og ég mundi taka hljómsveitina mina með.

Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Mig hefur aldrei dreymt um að vera neinn sérstakur tónlistamaður. En ég djóka oft um það hvað ég ætla að gera þegar ég hef selt 30 milljón plötur einsog Cyndi Lauper.

Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Heart of a Saturday Night með Tom Waits.

Sex vinsælustu lögin á Playlistanum þínum? (lag/flytjandi)
Killer Duet
með Contalgen Funeral.
Cold Cold Heart með Norah Jones (Hank Williams cover)
Murr murr með Mugison
New Coat of Paint með Tom Waits
Leggir með Skúla Mennska.
Please Call Me Baby með Tom Waits

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir