Ærslabelgur í Varmahlíð

Í sumar eignaðist tjaldsvæðið í Varmahlíð nýtt leiktæki sem notið hefur gríðarlegra vinsælda, svokallaðan ærslabelg. Hildur Magnúsdóttir ásamt manni sínum, Halldóri Gunnlaugssyni, rekur fyrirtækið Álfaklett, sem aftur rekur merkið "Tjöldum í Skagafirði." Undir merkjum þess eru tjaldsvæðin á Hólum, í Varmahlíð, á Sauðárkróki, á Hofsósi og í Hegranesi.

Hildur segir ærslabelginn afar vinsælt leiktæki í Danmörku þar sem hann er framleiddur. Hún segist þó ekki vita um mörg hér á landi en þeim sé að fjölga.

"Börn og fullorðnir gleyma sér á belgnum til klukkan tíu á kvöldin, en þá slokknar á honum," segir Hildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir