Afhentu Selmu ipad að gjöf
Eins og sagt hefur verið frá á Feykir.is héldu nemendur í 4. SG í Árskóla á Sauðárkróki á dögunum hlutaveltu og prúttmarkað í anddyri Skagfirðingabúðar. Fyrir ágóðann keyptu þeir iPad til að gleðja bekkjarsystur sína, Selmu Björk Þórudóttur, sem verið hefur veik í haust og ekki getað mætt í skólann af þeim sökum. Á vef Árskóla er að finna myndir sem teknar voru þegar Selma heimsótti skólann og tók á móti gjöfinni. Meðfylgjandi mynd er fengin af vefnum.
Vel tókst til með markaðinn en eftir aðeins tuttugu mínútur var búið að selja vörur fyrir rúm 30 þúsund og þegar yfir lauk söfnuðust alls kr. 103.856.-
