Afmæli Skagfirðingafélagsins um helgina

Skagfirðingafélagið í Reykjavík fagnar um þessar mundir 80 ára afmæli og því er ástæða til að fagna og gleðjast. Laugardaginn 7. október verður blásið til veislu klukkan 20:00 í samkomusal Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6 í Reykjavík. Á fésbókarsíðu félagsins segir að stjórn þess hafi langað til að minnast þessara tímamóta með eftirminnilegum hætti. Því var ákveðið að gefa út afmælisdisk með tíu glænýjum skagfirskum dægurlagaperlum.
„Við auglýstum eftir lögum og okkur barst fjöldinn allur af fallegum dægurperlum og viljum við nota tækifærið hér og nú og þakka öllum sem sendu inn lög kærlega fyrir. 10 lög voru síðan valin á afmælisdiskinn af sérstakri dómnefnd og erum við ákaflega sátt við þessi afmælislög okkar. Diskurinn hefur hlotið nafnið Kveðja heim og mun hann verða til sölu í afmælisveislunni okkar og jafnframt verða afmælislögin okkar frumflutt þar, segir á síðunni.
Dagskrá:
Húsið opnar kl 19:00 og dagskrá hefst kl 20:00
Kynnir kvöldsins er Valgerður Erlingsdóttir
Afmælislögin frumflutt
Söngvarar eru:
Ása Svanhildur Ægisdóttir
Birgir Björnsson
Ester Indriðadóttir
Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir
Hreindís Ylva
Hugrún Sif
Magni Ásgeirsson
Sigvaldi Helgi og
Veronika Heba.
Höfundar kvöldsins eru:
Anna Jóna Guðmundsdóttir
Erla Gígja Þorvaldsdóttir
Geirmundur Valtýsson
Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson
Guðmundur Ragnarsson
Haraldur Smári Haraldsson
Sigfús Arnar Benediktsson
Snorri Evertsson
Smári Eiríksson
Veronika Heba.
Skemmtiatriði frá tónleikunum Danslagakeppnin í 60 ár
Sigvaldi Helgi og Reynir leika og syngja fyrir okkur eftir að lögin 10 hafa verið flutt.
Það kostar ekkert inn en bar verður á staðnum þar sem ýmsir drykkir verða til sölu.
„Við vonumst til að sjá ykkur sem flest í sal Ferðafélags Island í 80 ára afmæli Skagfirðingafélagsins í Reykjavík,“ segir á FB síðu Skagfirðingafélagsins í Reykjavík.
Þetta verður pínu rosalega skemmtileg!