Hver er maður ársins á Norðurlandi vestra?
Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Síðast var það Ásta Ólöf Jónsdóttir á Sauðárkróki semvar kjörin maður ársins fyrir árið 2024 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2025.
Koma á tilnefningum og rökstuðningi á netfangið feykir@feykir.is fyrir miðnætti þann 23. desember. Kosning hefst á Feykir.is fyrir áramótin.
Síðustu tólf árin hafa eftirtaldir fengið nafnbótina Norðvestlendingur ársins:
2013 Elín Ósk Gísladóttir Blönduósi
2014 Ingvar Óli Sigurðsson Hvammstanga
2015 Anna Pálína Þórðardóttir Sauðárkróki
2016 Ingimar Pálsson Sauðárkróki
2017 Pálmi Ragnarsson Garðakoti
2018 Ólöf Ólafsdóttir Tannstaðabakka
2019 Sigurður Hansen Kringlumýri
2020 Bryndís Rut Haraldsdóttir Varmahlíð
2021 Árni Björn Björnsson Sauðárkróki
2022 Tanja M. Ísfjörð Noregi
2023 Karólína Elísabetardóttir Hvammshlíð
2024 Ásta Ólöf Jónsdóttir Sauðárkróki
