Falleg nýárstónleikadagskrá í boði listrænna hjóna
Á nýju ári fá landsmenn að njóta vandaðrar kvikmynd–tónleikadagskrár þar sem íslenskar kirkjur og náttúra eru í aðalhlutverki. Verkefnið ber heitið Nýárstónleikar úr kirkjum og náttúru Suðurlands og er unnið af listrænu hjónunum Alexöndru Chernyshovu, sópran og tónskáldi, og Jóni Rúnari Hilmarssyni, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanni, í samstarfi við menningar- og fræðslufélagið DreamVoices ehf.
Um er að ræða 30 mínútna kvikmynd–tónleikadagskrá þar sem tónlistarflutningur Alexöndru fléttast saman við fallegar myndir af kirkjum víða um land og íslenskri náttúru. Markmið verkefnisins er að gera klassíska tónlist aðgengilega breiðum hópi fólks og um leið varpa ljósi á kirkjur landsins sem mikilvægan hluta menningararfs þjóðarinnar.
Upptökur fóru fram í fjölmörgum kirkjum, meðal annars í Þingvallakirkju, Skálholtskirkju, Hallgrímskirkju, auk fleiri staða. Á efnisskrá eru klassísk verk motet “Exsultate Jubilate” eftir tónskáld Amadeus Mozart, Charles Gounod og Alexöndru sjálfu.
Alexandra er listrænn verkefnisstjóri og sér um tónlistarflutning, en Jón Rúnar annast kvikmyndatöku og myndbandsvinnslu og er framkvæmdastjóri verkefnisins. Þau hafa unnið saman að fjölmörgum metnaðarfullum verkefnum síðustu tvo áratugi, þar á meðal Magical Sky Iceland kvikmynd og frumsamin sinfónietta, Nýárstónleikum úr kirkjum Suðurnesja og í Hljómahölli, sem hlutu afar góðar viðtökur áhorfenda.
Verkefnið fekk styrk úr Uppbyggingasjóði Suðurlands og einnig Kirkjusjóði Þjóðkirkjunnar.
1.janúar kl.20:00 2026 tónlistardagskrá dagskrá verður frumsýnd á netinu á heimasíðu www.alexandrachernsyhova.com og YouTube síðu Alexöndru og verður öllum opin.
/Fréttatilkynning
Fleiri fréttir
-
Kostur að niðurstaðan var afgerandi, segir Unnur Valborg
Líkt og Feykir sagði frá í gærkvöldi þá höfnuðu íbúar Húnaþings vestra og Dalabyggðar sameiningu í íbúakosningum sem lauk í gær. Niðurstöðurnar voru býsna afgerandi en í Húnaþingi vestra sögðu 73,8% nei. Feykir spurði Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra í gærkvöldi hvers vegna hún telji að íbúar hafi hafnað sameiningu.Meira -
Bikarsunnudagur í Síkinu
Karla- og kvennalið Tindastól eru bæði í eldlínunni í dag, sunnudag, en þau eiga bæði leiki í 16 liða úrslitum VÍS-bikarkeppninnar. Stelpurnar hefja leik kl 16:30 og spila gegn Þór Akureyri en strákarnir hefja svo leik kl 19:30 þeir spila þegar Hamarsmenn úr Hveragerði mæta galvaskir til leiks.Meira -
Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 14.12.2025 kl. 12.24 oli@feykir.isFyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.Meira -
Eyðir nánast öllum sínum frítíma í hesthúsinu
Greta Berglind Jakobsdóttir er íþróttagarpur vikunnar í Feyki og á það sameiginlegt með síðasta garpi Feykis að vera skagfirsk hestastelpa sem býr í Garðakoti í Hjaltadal. Greta Berglind er dóttir Katharinu Sommermeier sem alltaf er kölluð Rína og Jakobs Smára Pálmasonar og á hún einn yngri bróður sem heitir Anton Fannar. Greta gekk í leikskóla á Sauðárkróki en flutti svo í Hjaltadalinn sumarið áður en hún hóf skólagöngu fyrst í Grunnskólanum á Hólum og líkur nú grunnskólagöngunni í vor frá Grunnskóla austan Vatna.Meira
