Falleg nýárstónleikadagskrá í boði listrænna hjóna

Jón Hilmarsson og Alexandra Chernyshova. AÐSEND MYND
Jón Hilmarsson og Alexandra Chernyshova. AÐSEND MYND

Á nýju ári fá landsmenn að njóta vandaðrar kvikmynd–tónleikadagskrár þar sem íslenskar kirkjur og náttúra eru í aðalhlutverki. Verkefnið ber heitið Nýárstónleikar úr kirkjum og náttúru Suðurlands og er unnið af listrænu hjónunum Alexöndru Chernyshovu, sópran og tónskáldi, og Jóni Rúnari Hilmarssyni, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanni, í samstarfi við menningar- og fræðslufélagið DreamVoices ehf.

Um er að ræða 30 mínútna kvikmynd–tónleikadagskrá þar sem tónlistarflutningur Alexöndru fléttast saman við fallegar myndir af kirkjum víða um land og íslenskri náttúru. Markmið verkefnisins er að gera klassíska tónlist aðgengilega breiðum hópi fólks og um leið varpa ljósi á kirkjur landsins sem mikilvægan hluta menningararfs þjóðarinnar.

Upptökur fóru fram í fjölmörgum kirkjum, meðal annars í Þingvallakirkju, Skálholtskirkju, Hallgrímskirkju, auk fleiri staða. Á efnisskrá eru klassísk verk motet “Exsultate Jubilate” eftir tónskáld Amadeus Mozart, Charles Gounod og Alexöndru sjálfu.

Alexandra er listrænn verkefnisstjóri og sér um tónlistarflutning, en Jón Rúnar annast kvikmyndatöku og myndbandsvinnslu og er framkvæmdastjóri verkefnisins. Þau hafa unnið saman að fjölmörgum metnaðarfullum verkefnum síðustu tvo áratugi, þar á meðal Magical Sky Iceland kvikmynd og frumsamin sinfónietta, Nýárstónleikum úr kirkjum Suðurnesja og í Hljómahölli, sem hlutu afar góðar viðtökur áhorfenda.

Verkefnið fekk styrk úr Uppbyggingasjóði Suðurlands og einnig Kirkjusjóði Þjóðkirkjunnar.

1.janúar kl.20:00 2026 tónlistardagskrá dagskrá verður frumsýnd á netinu á heimasíðu www.alexandrachernsyhova.com og YouTube síðu Alexöndru og verður öllum opin.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir