Falleg nýárstónleikadagskrá í boði listrænna hjóna
Á nýju ári fá landsmenn að njóta vandaðrar kvikmynd–tónleikadagskrár þar sem íslenskar kirkjur og náttúra eru í aðalhlutverki. Verkefnið ber heitið Nýárstónleikar úr kirkjum og náttúru Suðurlands og er unnið af listrænu hjónunum Alexöndru Chernyshovu, sópran og tónskáldi, og Jóni Rúnari Hilmarssyni, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanni, í samstarfi við menningar- og fræðslufélagið DreamVoices ehf.
Um er að ræða 30 mínútna kvikmynd–tónleikadagskrá þar sem tónlistarflutningur Alexöndru fléttast saman við fallegar myndir af kirkjum víða um land og íslenskri náttúru. Markmið verkefnisins er að gera klassíska tónlist aðgengilega breiðum hópi fólks og um leið varpa ljósi á kirkjur landsins sem mikilvægan hluta menningararfs þjóðarinnar.
Upptökur fóru fram í fjölmörgum kirkjum, meðal annars í Þingvallakirkju, Skálholtskirkju, Hallgrímskirkju, auk fleiri staða. Á efnisskrá eru klassísk verk motet “Exsultate Jubilate” eftir tónskáld Amadeus Mozart, Charles Gounod og Alexöndru sjálfu.
Alexandra er listrænn verkefnisstjóri og sér um tónlistarflutning, en Jón Rúnar annast kvikmyndatöku og myndbandsvinnslu og er framkvæmdastjóri verkefnisins. Þau hafa unnið saman að fjölmörgum metnaðarfullum verkefnum síðustu tvo áratugi, þar á meðal Magical Sky Iceland kvikmynd og frumsamin sinfónietta, Nýárstónleikum úr kirkjum Suðurnesja og í Hljómahölli, sem hlutu afar góðar viðtökur áhorfenda.
Verkefnið fekk styrk úr Uppbyggingasjóði Suðurlands og einnig Kirkjusjóði Þjóðkirkjunnar.
1.janúar kl.20:00 2026 tónlistardagskrá dagskrá verður frumsýnd á netinu á heimasíðu www.alexandrachernsyhova.com og YouTube síðu Alexöndru og verður öllum opin.
/Fréttatilkynning
Fleiri fréttir
-
Heimamennirnir Papa og Hlib semja við Kormák/Hvöt
feykir.is Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 29.01.2026 kl. 12.45 oli@feykir.isMeistaraflokksráð Kormáks/Hvatar heldur áfram að festa perlur á festina sína og má kannski segja að viðkvæðið hjá þeim sé ein perla á dag kemur skapinu í lag. Feykir sagði í byrjun vikunnar frá því að Stefán og Ismael hefðu skrifað undir samning og nú hefur verið tilkynnt um tvo leikmenn til viðbótar sem mun skeiða fram út á grænar grundir undir stjórn Dom Furness í sumar. Það eru þeir Papa Diounkou og Hlib Horan.Meira -
Byggðasafn Skagfirðinga og Heimilisiðnaðarsafnið fengu aukaúthlutun úr safnasjóði
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Lokað efni 29.01.2026 kl. 10.28 oli@feykir.isLogi Einarsson menningarráðherra hefur nú úthlutað 20.692.500 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2025. Úr aukaúthlutun árið 2025 voru veittir 70 styrkir til 37 viðurkenndra safna, 50 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds og 20 styrkir til stafrænna kynningarmála. Byggðasafn Skagfirðinga fékk styrki að upphæð kr. 1.500.000 sem skiptist milli fjögurra verkefna og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi fékk styrki að upphæð kr. 790.000 sem skiptist milli þriggja verkefna.Meira -
Aron Örn valinn til þátttöku í úrtaksæfingum KSÍ
Úrtaksæfingar vreða á Akureyri fyrir yngri landslið Íslands í knattspyrnu í næstu viku. Einn þeirra sem hefur verið valinn í æfingahópinn af Lúðvíki Gunnarssyni þjálfara u16 og u17 karla er Húnvetningurinn Aron Örn Ólafsson.Meira -
Laugardagsopnun hefst senn á bókasafninu á Króknum
Í febrúar verður tekin upp sú nýbreytni að bókasafnið á Sauðárkróki verður opið á laugardögum kl. 10:30-14:00, yfir vetrartímann. Fyrsta laugardagsopnuninn verður því 7. febúar. Þann sama dag stendur til að bjóða upp á brúðusmiðju. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ákvað sl. haust að taka upp laugardagsopnun á safninu, í kjölfar óska um slíkt, m.a. í niðurstöðum þjónustukönnunar sem gerð var í árslok 2024.Meira -
Tveimur styrkjum úthlutað úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra
Byggðarráð Húnaþings vestra hefur lokið úthlutun styrkja úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði sveitarfélagsins fyrir árið 2026. Sjóðurinn var auglýstur til umsóknar nýverið og rann umsóknarfrestur út 10. janúar. Tvær umsóknir bárust að þessu sinni, þar sem sótt var um samtals þrjár milljónir króna, en til úthlutunar voru 2,5 milljónir króna.Meira
