Áfram kalt í veðri
Þrátt fyrir að snjóað hafi til fjalla undanfarna sólarhringa eru allir helstu vegir landsins greiðfærir. Á Þverárfjallsvegi er hiti um frostmark, ein gráða á Vatnsskarði og núll gráður á Holtavörðuheiði en annars hægur vindur og akstursskilyrði í fínu lagi. Spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi kulda norðan lands.
Spá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra:
Norðan og norðvestan 5-10 m/s. Dálítil rigning með köflum, en slydda eða snjókoma til fjalla. Hiti 2 til 7 stig.
Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en stöku síðdegisskúrir S- og V-lands. Hiti 8 til 15 stig síðdegis, hlýjast á Vesturlandi.
Á sunnudag (sjómannadagurinn):
Norðanátt, 3-10 m/s og bjart með köflum, en skýjað á NA- og A-landi. Hiti 5 til 18 stig, hlýjast um landið SV-vert.
Á mánudag:
Norðanátt og smáskúrir, en bjart með köflum á SV- og V-landi. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast um landið SV-vert
Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á SV- og V-landi.
Á miðvikudag:
Hæg suðaustlæg átt, skýjað með köflum. Hiti 8 til 16 stig, svalast suðaustantil.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðaustan átt og rigningu. Hiti 8 til 16 stig.