Áhugaverðir fyrirlestrar á Hólum í vikunni
feykir.is
Skagafjörður
01.02.2015
kl. 12.58
Dr. Edward Huijbens, sérfræðingur Rannsóknarmiðstöð ferðamála, og Dr. Ingeborg Nordbø, dósent í ferðamálafræðum Háskólanum í Telemark í Noregi, halda fyrirlestur á Hólum í Hjaltadal í vikunni, en fyrirlestarnir eru hluti af Vísindi og graut, árlegri fyrirlestraröð ferðamáladeildar Háskólans á Hólum.
Dr. Edward Huijbens, heldur fyrirlesturinn: Staða rannsókna í ferðamálum á Íslandi - Hlutverk fræðasamfélagsins, miðvikudaginn 4. febrúar kl. 11:00 – 12:00. Dr. Ingeborg Nordbø flytur erindið: „Tourism entrepreneurship in rural areas“, fimmtudaginn 5. febrúar kl. 11:00-12:00.
Fyrirlestrarnir verða í stofu 205 í Hólaskóla – allir velkomnir.