Ari Jóhann Sigurðsson nýr formaður Heilbrigðisnefndar

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, sem haldinn var í gær, var Ari Jóhann Sigurðsson kosinn formaður nefndarinnar. Ari Jóhann er búsettur í Varmahlíð, en starfar sem forstöðumaður á Blönduósi. Auk Ara Jóhanns sitja í nefndinni Ína Ársælsdóttir varaformaður, Lee Ann Maginnis Blönduósi, Margrét Eva Ásgeirsdóttir Skagafirði, Konráð Karl Baldvinsson Fjallabyggð, og Guðný Kristjánsdóttir, fulltrúi SA.  

Á heimasíðu HNV kemur fram að starfssvæði nefndarinnar sé víðfeðmt, en það nær frá og með Fjallabyggð í austri og vestur til Borðeyrar og suður á Hveravelli.
Á fundinum var ýmislegt á dagskrá m.a. kynning á verkefnum Heilbrigðisnefndarinnar og lögum sem hún starfar eftir, bréf og mál til kynningar og leyfisveitingar. Meðal þess sem tekið var fyrir er leyfi til að reka félagsheimilið í Hegranesi í Skagafirði. Var það samþykkt til ársins 2030 með því skilyrði að ónýt og hættuleg leiktæki barna við félagsheimilið verði fjarlægð fyrir 20. október nk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir