Arnar Helgi landaði þriðja sætinu

Íslandsmót iðn- og verkgreina var haldið 18. - 19. mars síðastliðinn í fimmta sinn með víðtæku samstarfi atvinnulífs og skóla. Ungur Blönduósingur náði frábærum árangri.

Keppni af þessu tagi er fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á iðn- og verkgreinum, kynna þær almenningi, ekki síst ungu fólki – og vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og starfi á þessu sviði. Keppnin er tækifæri fyrir ungt fólk til að nýta kunnáttu sem það hefur öðlast í skóla og starfi til að reyna sig við lausn verkefna í samkeppni við aðra.

VMA á Akureyri sendi að þessu sinni þrjú lið, frá byggingadeild, rafiðndeild og í fyrsta sinn af hársnyrtideild. Keppnin var haldin í Smáralind og var ein sú stærsta hingað til. Arnar Helgi Ágústsson frá Blönduósi, nemandi á rafiðnabraut varð í þriðja sæti í rafiðgreinum.

/Húni.is

Fleiri fréttir