Ásdís Aþena og Hrafnhildur Ísabella sungu til sigurs

Sigurvegari yngri flokks, Hrafnhildur Ísabella, fyrir miðju. Dagbjört Jóna (t.v.) varð í öðru sæti og Axel Noi (t.h.) í því þriðja. Myndir:Ragnheiður Sveinsdóttir.
Sigurvegari yngri flokks, Hrafnhildur Ísabella, fyrir miðju. Dagbjört Jóna (t.v.) varð í öðru sæti og Axel Noi (t.h.) í því þriðja. Myndir:Ragnheiður Sveinsdóttir.

Árleg söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra fór fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga fimmtudaginn 25. janúar. Að þessu sinni tóku 20 nemendur þátt í keppninni en keppt var í tveimur flokkum, yngri flokki þar sem þátttakendur voru 17 talsins úr 4.-7. bekk  og í eldri flokki en þar háðu þrír nemendur úr 8.-10. bekk keppni.

Í yngri flokki sigraði Hrafnhildur Ísabella Harðardóttir en hún flutti lagið Perfect. Í öðru sæti var Dagjört Jóna Tryggvadóttir og Axel Noi Thorlacius í þriðja sæti.Keppendur í eldri flokki, frá vinstri Sigurbjörg Emily Sigurðardóttir, Ásdís Aþena Sigurðardóttir sem hlaut í sigurlaun bikar til eignar ásamt farandbikar og Guðmundur Grétar Magnússon

Í eldri flokki voru aðeins veitt verðlaun fyrir fyrsta sætið og var það Ásdís Aþena Magnúsdóttir sem hlaut þau fyrir flutning sinn á laginu Titanium.

Sérstök verðlaun voru veitt fyrir sviðsframkomu og komu þau í hlut Dagbjartar Jónu Tryggvadóttur.

Dómarar voru Eyþór Ágústsson, Greta Clough og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir.Dagbjört Jóna Tryggvadóttir fékk sérstök verðlaun fyrir sviðsframkomu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir