Auga Guðs á Skagaströnd

Opnuð hefur verið ný heimasíða hjá Nesi Listamiðstöð á Skagaströnd þar sem gefur að líta hvað verið er að fást við hverju sinni. Yfir 40 krakkar á námskeiði í gær.

Í gær hófst  spennandi námskeið fyrir alla krakka á aldrinum 8 til 14 ára. Námskeiðið fer þannig fram að krakkarnir mæta í klukkutíma á hverjum mánudegi og vinna að verkefnum undir leiðsögn listamannana sem dvelja hjá okkur hverju sinni.

Það mættu yfir 40 krakkar á námskeiðið og ekki var annað að sjá en að þau skemmtu sér konunglega. Margaret Coleman skúlptúr listamaður sá um tímann í dag. Verkefni dagsins var að búa til auga Guðs að sið indíána í Ameríku.

Listamennirnir sem dvelja í Nesi hverju sinni munu sinna kennslunni og verður án efa margt skemmtilegt skapað hérna í vetur.

Ólafía Lárusdóttir er verkefnisstjórni Nes listamiðstöðvar, segir að starfsemin skili sér í auðugra mannlífi á Skagaströnd og hafi lífgað mjög upp á sveitarfélagið.

http://neslist.is

Fleiri fréttir