Bestu straum kayak ræðarar keppa í Jökulsá austari
Um miðnætti 21. júní ætla forráðamenn Víking Rafting að bjóða uppá siglingu gegnum flúðir og fossa og fagna með Jökulsá austari sólstöðum á Íslandi. Á laugardaginn verður haldin straum-kayak keppni, þar sem gestum verður boðið að fylgjast með straum-kayak ræðurum etja kappi við stórkostlegar flúðir. Boðið verður upp á íslenska kjötsúpu, eldaða af hinni traustu húsfreyju, Siggu á Bústöðum.
-Í höfuðstöðvum okkar, Hafgrímsstöðum, höldum við gleðskapnum áfram. Slip and slide rennibraut fyrir alla fullorðna sem vilja leika sér og teir gamlir sænskir rokkarar flytja lifandi tónlist og gæðingur verður í boði á góðu verði, segir Björg Fríður Elíasdóttir hjá Víking Rafting en hún vonast til að sjá sem flesta, eldri sem yngri.
Nánari upplýsingar á vikingrafting.com/
