Bikarsunnudagur í Síkinu
Karla- og kvennalið Tindastól eru bæði í eldlínunni í dag, sunnudag, en þau eiga bæði leiki í 16 liða úrslitum VÍS-bikarkeppninnar. Stelpurnar hefja leik kl 16:30 og spila gegn Þór Akureyri en strákarnir hefja svo leik kl 19:30 þeir spila þegar Hamarsmenn úr Hveragerði mæta galvaskir til leiks.
Stuðningsmenn eru að sjálfsögðu hvattir til að fjölmenna á báða leikina.
Körfuknattleiksdeildin minnir á að happdrættismiðarnir eru komnir í sölu og þá verður hægt að kaupa á staðnum. Hamborgarar verða til sölu milli leikja og Tindastólsbúðin opin allan tímann fyrir þá sem vilja nýta tækifærið og versla jólagjafirnar!
Aðgangseyrir er 2500.- og gildir fyrir báða leikina.
