Bjarki og Hrafnhildur best
Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Tindatóls var haldin í sal íþróttahússins við Freyjugötu sl. laugardag. Gleði og glaumur einkenndi hátíðina enda tryggði á dögunum ungt og efnilegt lið heimamanna sæti sitt í annarri deild að ári.
Að vanda voru veitt verðlaun fyrir frammistöðu sumarsins en best þóttu þau Bjarki Már Árnason og Hrafnhildur Guðnadóttir en Bjarki var einnig valinn í úrvalslið annarrar deildar á vefsíðunni fótbolti.net. Efnilegust voru þau Fannar Örn Kolbeinsson og Snæbjört Pálsdóttir. Nánar verður fjallað um hófið í máli og myndum í Feyki á fimmtudaginn.

