Bláar raddir fá 3 og 1/2 stjörnu
Sólóskífa Sauðkrækingsins Gísla Ólafssonar, Bláar raddir, með lögum eftir hann sjálfan við ljóð Geirlaugs Magnússonar úr bókinni Þrítengt, fær þrjár og hálfa stjörnu í tónlistargagnrýni Morgunblaðsins.
Það er Árni Matthíasson sem skrifar gagnrýnina og segir m.a.: „Það er kúnst að skrifa lög við ljóð; ýmis falla menn í þá gryfju að ljóðlínurnar verða skreyting á laglínunni eða öfugt. Gísli Þór Ólafsson siglir snyrtilega milli skers og báru í þeim efnum á Bláum röddum, lögin falla almennt vel að ljóðunum og ljóðin að lögunum svo úr verður skemmtilega plata þar sem virðing fyrir viðfangsefninu skín hvarvetna í gegn.“
