Breytt fyrirkomulag íbúafunda í Austur-Hún
Ákveðið hefur verið að í stað íbúafunda sem boðað hafði verið í dag, annars vegar í félagsheimilinu á Blönduósi kl. 17:30 og í Húnavallaskóla kl. 20:00, verði haldinn einn fjarfundur á Zoom kl. 20:00. Fundinum verður eftir sem áður streymt á Facebook.
Á heimasíðu sameiningarnefndar Húnvetningur.is kemur fram að á fundinum verði kynning á framtíðarsýn samstarfsnefndar og forsendum fyrir sameiningartillögu hennar. Í kjölfar kynningarinnar gefst íbúum færi á að ræða niðurstöðurnar og koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi þær og sameiningu sveitarfélaganna almennt.
Fundunum verður einnig streymt á www.facebook.com/hunvetningur og áhorfendum gefinn kostur á að senda inn spurningar. Kynningin á fundinum verður tekin upp og gerð aðgengileg á netinu að honum loknum.
Sjá nánar HÉR