Breyttar reglur um heimagistingu og um fjölda salerna
Á vef Heilbirgðiseftirlits Norðurlands vestra kemur fram að þann 21. júní sl. voru gerðar breytingar á reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 og tóku breytingarnar gildi strax við birtingu. Með breytingunum eru meðal annars reglur um heimagistingu rýmkaðar þannig að ekki er lengur gert ráð fyrir reglulegu eftirliti né starfsleyfi Heilbrigðisnefnda sveitarfélaga. Breytingarnar tóku einnig til reglna um fjölda salerna í veitingastöðum og samkomuhúsum þannig að felld voru úr gildi ákvæði í hollustuháttareglugerðinni um fjölda snyrtinga sem voru vægari en kröfur þær sem settar eru fram í byggingarreglugerð sem gerir það að verkum að ákvæði byggingarreglugerðar standa og getur því breytingin kallað á að víða þurfi að ráðast í breytingar á aðstöðu strax.
Dæmi um áhrif breytinganna:
1) Lítið kaffihús með 4 borðum fyrir um 20 gesti þarf nú að bjóða gestum upp á 2 salerni en fyrir breytingarnar var 1 salerni nægilegt.
2) Skyndibitastaður með 12 borðum fyrir um um 60 gesti þarf nú að bjóða upp á 4 salerni. Fyrir breytingarnar nægðu 2 salerni.
3) Stór veitingastaður fyrir um 200 manns þarf nú að bjóða upp á 9 salerni í stað þess að 4 salerni nægðu áður.