Bubbi í Sauðárkrókskirkju í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
06.10.2017
kl. 14.42
Bubbi Morthens hefur verið á faraldsfæti síðustu vikur með kassagítarinn og komið fram víðsvegar um landið. Í kvöld ku kappinn mæta til leiks í Sauðárkrókskirkju og hefjast tónleikarnir kl. 20:30. Á dagskránni eru lög af nýju plötunni hans en einnig tekur hann eldra efni.
Tónleikaferðin kallast Túngumál sem er einmitt titillinn á nýjustu plötu Bubba sem kom út á afmælisdaginn hans 06.06.17. Platan hefur fengið fádæma góðar undirtektir og vilja gagnrýnendur meina að þetta sé ein af hans allra bestu plötum. Hægt er að kaupa miða á Miði.is og að líkindum við innganginn.