Byggðarráð Blönduósbæjar lýsir yfir vonbrigðum sínum vegna niðurstöðu sameiningarkosningar
Á fundi byggðarráðs Blönduósbæjar þann 9. júní sl. lýsti ráðið yfir vonbrigðum sínum yfir þeirri niðurstöðu sem varð í íbúakosningu um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu þar sem sameining var felld í tveimur sveitarfélögum, Skagabyggð og Sveitarfélaginu Skagaströnd, en samþykkt í öðrum tveimur, Húnavatnshrepp og Blönduósbæ.
Byggðarráðið gleðst þó yfir afgerandi niðurstöðu kosningar í Blönduósbæ sem sýnir að þeirra mati samstöðu íbúa til framþróunnar.
“Mikilvægt er að nýta þá miklu vinnu sem unnin hefur verið að undanförnu, til þess að þróa samfélagið áfram,” segir í fundargerð byggðarráðs.
/SMH