Byggingararfur Skagafjarðar

Að undanförnu hafa starfsmenn á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga unnið að söfnun og miðlun upplýsinga um gömul hús í Skagafirði. Verkefnið hlaut styrk úr Menningarráði Norðurlands vestra. Afrakstur þess má sjá á heimasíðu Héraðsskjalasafnsins.

Verkefninu er ekki lokið og eru enn fjölmörg merkileg hús í Skagafirði sem bíða umfjöllunar. Inni á vefnum má fræðast um hin sögufrægu hús. Þar er meðal annars að finna upplýsingar um Lindargötu 13 (Erlendarhús). Húsið er eitt elsta íbúðarhúsið á Sauðárkróki sem enn stendur og er talið byggt á tímabilinu 1871-1877.

Einnig má lesa um Læknishúsið (Skógargötu 10), Gúttó (Skógargötu 11), Hótel Tindastól (Lindargötu 3), Villa Nova (Aðalgötu 23), Gamla sjúkrahúsið (Aðalgötu 1) og Gamla barnaskólann (Aðalgötu 2).

 

 

Fleiri fréttir