Afmæliskveðja frá móður til sonar fær fólk til að brosa

Það er svo skemmtilegt að sjá þegar fólk hefur gaman að lífinu og leyfir öðrum að brosa með sér og það á einmitt við um þau mæðgin Helgu Hreiðarsdóttur, ljósmóður frá Hvammstanga, og son hennar Elvar Daníelsson, geðlækni í Noregi.

 

Hún Helga Hreiðarsdóttir sendir syni sínum afmæliskveðju á facebook, fyrr á þessu ári, og lætur eina gamla mynd fylgja með, sem er í raun og veru ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að sonur hennar, Elvar Daníelsson svarar henni á svo skemmtilegan hátt.

 

 

 Með myndinni lætur Helga þennan texta fjóta með.....

„Ég er ekki alveg að trúa því að þessi sæti strákur sé orðinn 40 ára, örstutt síðan myndin var tekin og ég sjálf ekki nema rétt rúmlega fertug. Þarna situr hann í prjónanærbuxunum sínum uppi á borði hjá ömmu sinni og drekkur mjólk úr deselítramáli og skellihlær. Hvað ætli hann geri í dag? Til hamingju Elvar Daníelsson.“

 

Þá kemur svar frá syni hennar með þessari mynd.... 

 

„Hvað ég er að gera? Það er nú bara venjulegur laugardagur, uppá borði að drekka úr desilítramáli.“

 

heheheh skemmtilegt svar frá Elvari og einstaklega vel stíliserað hjá honum:) Takk fyrir að leyfa okkur að brosa með ykkur Helga og Elvar

kveðja Siggasiggasigga

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir