Alþjóðlegi brandaradagurinn - brandari nr. 4

Sigga og Klara, voru eitt sinn á gangi þegar svo vildi til að þær gengu fram hjá blómabúðinni og sáu að kærasti
Klöru, hann Gunnar, var að kaupa blóm. Klara stundi þungan þegar hún sá þetta og sagði: “fjárinn, Gunnar minn er enn einu sinni að kaupa blóm handa mér án nokkurrar ástæðu.” Sigga leit furðu lostin á Klöru og spurði: “Af hverju finnst þér ekki gaman að fá blóm?” Klara svaraði: “Jú, jú … en hann Gunnar minn er bara alltaf með svo miklar væntingar þegar hann gefur mér blóm og ég bara nenni ekki að eyða næstu þremur dögum í að liggja á bakinu með fæturnar upp í loftið.” Þá var Sigga enn ráðvilltari en áður og spurði svo að lokum: “Áttu ekki blómavasa?”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir