Alþjóðlegi brandaradagurinn - brandari nr. 3

Klara og Sigga að tala saman...

"Ó, það var yndislegt. Binni minn beið eftir mér þegar ég kom heim úr vinnunni. Hann bauð mér út að borða og svo gengum við heim meðfram ánni, undir blikandi stjörnum. Örugglega í góða tvo tíma. Þegar við komum svo heim, þá kveikti hann á öllum kertunum sem hann fann. Síðan gaf hann sér klukkutíma í forleikinn og kynlífið var svo í annan klukkutíma. Svo spjölluðum við frameftir nóttu. Þetta var svo yndislegt!"

Á sama tíma eru Gunnar og Binni í skemmunni að spjalla saman:
"Hvernig var hjá þér í gærkvöldi Gunnar?"

"Frábært! Þegar ég kom heim úr vinnunni, var Klara tilbúin með matinn á borðinu. Ég át, við elskuðumst og svo sofnaði ég. Hvernig var hjá þér?"

"Algjör martröð! Ég kom snemma heim úr vinnunni til að laga hilluna í eldhúsinu. Þegar ég kveikti á rafmagnsbornum sprengdi ég öryggi svo húsið var aldimmt. Ég fann ekki rafmagnstöfluna, svo þegar Sigga kom heim varð ég að bjóða henni út að borða til að sleppa við tuðið í henni. Maturinn var svo dýr að ég hafði ekki efni á að taka leigubíl, svo við urðum að labba heim. Þegar við komum loks heim, var húsið náttúrulega ennþá rafmagnslaust svo ég þurfti að kveikja á kertum til að sjá eitthvað. Síðan var ég svo þreyttur og stressaður yfir þessu öllu að það tók mig góðan klukkutíma að ná honum upp og svo annan klukkutíma að klára. Svo ætlaði ég aldrei að ná að sofna og á meðan malaði Sigga stanslaust, um guð má vita hvað..."

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir