Baðherbergi fær nýtt útlit

Allir Skagfirðingar þekkja Hrafnhildi Viðarsdóttir vel, eða fröken fabjúlöss eins og hún kallaði sig, því hún er ein af þessum stúlkum sem eru alveg ótrúlega sniðugar og hæfileikaríkar. Þá muna kannski margir eftir því þegar hún skrifaði reglulega fréttir/pistla bæði á þennan góða vef feykir.is og í Feykis blaðið um förðun og ýmislegt annað skemmtilegt.

Hrafnhildur og maðurinn hennar Logi Snær Knútsson keyptu sér í sumar húsnæði á Sauðárkróki og auðvitað var ráðist í smá framkvæmdir innandyra. Það fyrsta sem var gert var að taka baðherbergið í gegn, enda komið til ára sinni sem fyrir var, og er útkoman hreint út sagt stórkostlega flott. Innréttinguna fékk hún í Ikea, parketflísarnar í Álfaborg, hvítu flísarnar í Vídd og blöndunartækin í Tengi. Hrafnhildur ætlar að leyfa okkur að fylgjast með fleiri breytingum sem hún hefur gert og í næstu viku fáið þið að sjá eldhúsið hennar.

En þeir sem hafa áhuga á að fylgjast nánar með henni á Snapchat endilega addið henni hrafnhv en þar deilir hún með fylgjendum sínum öllu milli himins og jarðar ásamt framkvæmdagleði þeirra hjóna.  

 snapchat

 

Eigið frábæra helgi

Sigga sigga sigga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir